Atvinnustefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023101374

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3825. fundur - 02.11.2023

Rætt um atvinnustefnu Akureyrarbæjar.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Mikilvægt er að við horfum til framtíðar og setjum okkur markmið um hvert við viljum stefna sem sveitarfélag til lengri tíma. Eitt af þeim verkefnum er að vinna metnaðarfulla stefnu í verðmætasköpun í samstarfi við atvinnulífið, stofnanir, frumkvöðla, íþróttahreyfinguna, menningarstofnanir og ferðaþjónustuaðila. Lagt er til að bæjarráð samþykki 10 milljónir í fjárhagsáætlun í mótun framtíðarsýnar um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og markaðssetningu á möguleikum sveitarfélagsins.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Ég legg til að afgreiðsla á tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur verði frestað til loka nóvember þegar liggur fyrir hvernig vinnunni við gerð stefnunnar verði háttað.


Greidd voru atkvæði um tillögu Höllu Bjarkar Reynisdóttur. Fjórir greiddu atkvæði með tillögunni. Sunna Hlín Jóhannesdóttir sat hjá. Tillagan var samþykkt.


Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna málið áfram og kynna fyrir bæjarráði næstu skref í vinnu við atvinnustefnu í lok nóvember 2023 sem stefnt er að ljúki 2024.