Bæjarráð

3755. fundur 20. janúar 2022 kl. 08:15 - 09:12 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs
  • Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Karl Liljendal Hólmgeirsson M-lista mætti í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Hlíðarfjall - rekstur

Málsnúmer 2022010809Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála í Hlíðarfjalli. Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur forstöðumanni Hlíðarfjalls í samstarfi við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirbúa formlega opnun nýrrar lyftu og er stefnt að opnun um miðjan febrúar ef veður leyfir. Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á góða þjónustu og bættar merkingar á gönguskíðasvæði Hlíðarfjalls.

2.Verkfallslisti - auglýsing janúar 2022

Málsnúmer 2022010669Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á lista yfir starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild skv. lögum um opinbera starfsmenn.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.

3.Verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar 2022 - 2024

Málsnúmer 2022010655Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar.

4.Afskriftir krafna 2021

Málsnúmer 2022010630Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sviðsstjóra fjársýslusviðs dagsett 17. janúar 2022 um afskriftir krafna. Kröfurnar eru frá árunum 2018 og fyrri árum. Jafnframt er um að ræða nokkrar nýrri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun. Samtals er um 456 kröfur að ræða að fjárhæð krónur 7.514.691.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu sviðsstjóra fjársýslusviðs um afskriftir 456 krafna að fjárhæð krónur 7.514.691.

5.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010390Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 149. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 5. janúar 2022.

6.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 269. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 17. desember 2021.

Fundi slitið - kl. 09:12.