Hlíðarfjall - rekstur

Málsnúmer 2022010809

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3755. fundur - 20.01.2022

Rætt um stöðu mála í Hlíðarfjalli. Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur forstöðumanni Hlíðarfjalls í samstarfi við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirbúa formlega opnun nýrrar lyftu og er stefnt að opnun um miðjan febrúar ef veður leyfir. Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á góða þjónustu og bættar merkingar á gönguskíðasvæði Hlíðarfjalls.

Bæjarráð - 3760. fundur - 24.02.2022

Rætt um stöðu mála í Hlíðarfjalli.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Eva Hrund Einarsdóttir mætti til fundar kl. 09:10.