Bæjarráð

3694. fundur 27. ágúst 2020 kl. 08:15 - 10:25 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 - fjárhagsrammi

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Rætt um drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2020:

Lögð fram opnun tilboða í verklegar framkvæmdir dagsett 10. ágúst 2020. Tvö tilboð bárust:


BB Byggingar ehf.
kr. 220.580.389
118%

Sigurgeir Svavarsson ehf. kr. 204.331.986
110%Kostnaðaráætlun
kr. 186.455.283


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Sigurgeirs Svavarssonar ehf. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.


Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

3.Saga Dags á Akureyri - styrkbeiðni

Málsnúmer 2020080618Vakta málsnúmer

Erindi til bæjarstjórnar dagsett 20. ágúst 2020 frá Jóhanni Karli Sigurðssyni, þar sem óskað er eftir styrkveitingu fyrir útgáfu á sögu blaðsins Dags.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

4.Stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024

Málsnúmer 2019030005Vakta málsnúmer

Rætt um endurskoðun gildandi byggðaáætlunar. Hluti af endurskoðunarferlinu er samráðsgátt sem sett hefur verið upp á heimasíðu byggðastofnunar.

5.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2019-2020

Málsnúmer 2020020650Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dagsett 12. ágúst 2020.

Fundargerðir stjórnarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne

Fundi slitið - kl. 10:25.