Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 2019090096

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3655. fundur - 02.10.2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda tillögu að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

Umsagnarfrestur er til 7. október 2019.

Gögn um málið er að finna á eftirfarandi slóð: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1474

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsetta 1. október sl., um drög að reglum um fjárhagslegan stuðning við sameiningu sveitarfélaga. Mikilvægt er að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til Jöfnunarsjóðs til að fjármagna stuðninginn.