Bæjarráð

3590. fundur 08. mars 2018 kl. 08:15 - 10:26 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Matthías Rögnvaldsson L-lista boðaði forföll sín og varamanns síns.

1.Kjarasamningar við aðildarfélög BHM og önnur háskólafélög

Málsnúmer 2016040008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar 1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 2. mars 2018:

Kynnt staða vinnu Akureyrarbæjar og annarra sveitarfélaga við starfsmat sem á samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM og nokkurra annarra háskólafélaga að koma til framkvæmda 1. júní 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs fór yfir málið.

2.Endurskoðun á samkomulagi vegna starfsmanna í starfsþjálfun/starfsendurhæfingu hjá Plastiðjunni Bjargi - Iðjulundi

Málsnúmer 2018020574Vakta málsnúmer

2. liður i fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 2. mars 2018:

Lögð fram tillaga að breytingum á samkomulagi dagsett 31. október 2006 milli Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar vegna starfsmanna í starfsþjálfun/starfsendurhæfingu og á ótímabundnum ráðningarsamningi hjá Plastiðjunni Bjargi - Iðjulundi.

Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarráð að hún verði samþykkt með gildistíma frá 1. janúar 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og samþykkir að hún hafi gildistíma frá 1. janúar 2018.

3.Launaþróunartrygging samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins

Málsnúmer 2018030034Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar 4. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 2. mars 2018:

Kynnt yfirlýsing undirrituð 1. mars 2018 um útfærslu launatryggingar fyrir tímabiið 2013-2017 samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Gæðastefna stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017030114Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gæðastefnu fyrir stjórnsýslusvið.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gæðastefnu fyrir stjórnsýslusvið.

5.Atvinnuátak Akureyrarbæjar fyrir 17 - 25 ára skólafólk

Málsnúmer 2017030542Vakta málsnúmer

Umfjöllun um átaksverkefni sumarið 2018 fyrir skólafólk á aldrinum 17 - 25 ára.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að færa átaksverkefni fyrir 17 ára skólafólk undir vinnuskólann og að átaksverkefni fyrir skólafólk verði framvegis fyrir aldurinn 18 - 25 ára.

Fjárhagsáætlun að upphæð kr. 12,7 milljónir vegna 17 ára skólafólks verði flutt af 1021980, sumarvinna skólafólks, yfir á 1062700, vinnuskólinn.

6.Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur

Málsnúmer 2018030060Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2017.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Molta ehf - aðalfundur 2018

Málsnúmer 2018030064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 2. mars 2018 frá Ingibjörgu Ólöfu Isaksen fyrir hönd stjórnar Moltu þar sem boðað er til aðalfundar Moltu ehf, fimmtudaginn 22. mars nk. kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2017100376Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 1. mars 2018.
Bæjarráð vísar 1., 3., 8. og 10. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 2. lið til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, 4. lið til bæjarstjóra, 5. og 6. lið til fjölskyldusviðs og 7. og 9. lið til skipulagssviðs.

9.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 114. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 23. febrúar 2018.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 2. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 1., 3., 4. og 5. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

10.Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál

Málsnúmer 2018020497Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 26. febrúar 2018 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál 2018. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0253.html
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

11.Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál

Málsnúmer 2018020555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. febrúar 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0264.html

Fundi slitið - kl. 10:26.