Kjarasamningar við aðildarfélög BHM

Málsnúmer 2016040008

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 2. fundur - 05.04.2016

Umfjöllun um sérákvæði í nýgerðum kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Dýralæknafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Iðjuþjálfafélag Íslands, Fræðagarð, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag lögfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Kjarasamninganefnd - 2. fundur - 02.03.2018

Kynnt staða vinnu Akureyrarbæjar og annarra sveitarfélaga við starfsmat sem á samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM og nokkurra annara háskólafélaga að koma til framkvæmda 1. júní 2018.

Bæjarráð - 3590. fundur - 08.03.2018

Lagður fram til kynningar 1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 2. mars 2018:

Kynnt staða vinnu Akureyrarbæjar og annarra sveitarfélaga við starfsmat sem á samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM og nokkurra annarra háskólafélaga að koma til framkvæmda 1. júní 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs fór yfir málið.

Kjarasamninganefnd - 4. fundur - 31.05.2018

Kynnt samkomulög Sambands íslenskra sveitarfélaga við aðildarfélög BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Verkfræðingafélag Íslands og Félag byggingarfræðinga vegna innleiðingar starfsmats samkvæmt kjarasamningum aðila.

Bæjarráð - 3600. fundur - 21.06.2018

4. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 31. maí 2018:

Kynnt samkomulög Sambands íslenskra sveitarfélaga við aðildarfélög BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Verkfræðingafélag Íslands og Félag byggingarfræðinga vegna innleiðingar starfsmats samkvæmt kjarasamningum aðila.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka við fjárhagsáætlun vegna samninganna.