Gæðastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017030114

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3548. fundur - 16.03.2017

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram tillögu og minnisblað vegna gerðar gæðastefnu fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í undirbúningsvinnu við gerð gæðastefnu fyrir Akureyrarbæ og að áætlun um innleiðinguna verði lögð fyrir bæjarráð í maí nk.

Bæjarráð - 3554. fundur - 04.05.2017

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs kynnti stöðu mála.
Bæjarráð heimilar sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að leggja viðauka og fylgigögn vegna málsins fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3590. fundur - 08.03.2018

Lögð fram drög að gæðastefnu fyrir stjórnsýslusvið.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gæðastefnu fyrir stjórnsýslusvið.