Grímseyjarskóli - leikskóladeild

Málsnúmer 2018020009

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 4. fundur - 06.02.2018

Erindi dagsett 23. janúar 2018 frá skólastjóra Grímseyjarskóla þar sem óskað er eftir að opnuð verði á ný leikskóladeild við skólann.

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi kynnti minnisblað varðandi forsendur og kostnað á árinu 2018 við opnun leikskóladeildarinnar. Áætlaður kostnaður er kr. 1.430 þús. miðað við 4 tíma vistunartíma í 5 daga vikunnar og starfrækslu í 8 mánuði á árinu 2018.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og vísar ósk um viðbótarfjárþörf til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3587. fundur - 15.02.2018

7. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 6. febrúar 2018:

Erindi dagsett 23. janúar 2018 frá skólastjóra Grímseyjarskóla þar sem óskað er eftir að opnuð verði á ný leikskóladeild við skólann.

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi kynnti minnisblað varðandi forsendur og kostnað á árinu 2018 við opnun leikskóladeildarinnar. Áætlaður kostnaður er kr. 1.430 þús. miðað við 4 tíma vistunartíma í 5 daga vikunnar og starfrækslu í 8 mánuði á árinu 2018.

Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og vísar ósk um viðbótarfjárþörf til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að opnuð verði á ný leikskóladeild við skólann og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að upphæð kr. 1.430 þús. vegna þess.