Bæjarráð

3488. fundur 17. desember 2015 kl. 08:30 - 11:26 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Öldrunarþjónusta Akureyrarbæjar - rekstrarúttekt

2015090082

Magnús Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir skýrsludrög um úttekt á rekstri öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sátu fund bæjarráðs undir þessum lið Helga Guðrún Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, Heiðrún Björgvinsdóttir rekstrarstjóri og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri.
Drög skýrslunnar eru enn í vinnslu.
Bæjarráð þakkar Magnúsi og Þorsteini yfirferð á skýrsludrögunum og öðrum gestum komuna á fundinn.

2.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar

2015120146

Rædd tillaga meirihlutans um sérstakan aðgerðarhóp.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf fyrir hópinn og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2015

2015040016

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til október 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Akureyrarflugvöllur - alþjóðaflug

2015120144

Bæjarstjóri fór yfir málið.
Bæjarstjóri mun vinna áfram að málinu.

5.LSS - umsókn um styrk vegna Eldvarnaátaksins 2015

2015120105

Erindi dagsett 8. desember 2015 frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) þar sem óskað er eftir fjárframlagi vegna Eldvarnaátaksins 2015. Eldvarnaátak LSS er fræðsla um eldvarnir sem fram fer í öllum grunnskólum landsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

2015110022

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 10. desember 2015. Fundargerðin er í 1 lið.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til skipulagsdeildar.

7.Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri - tilnefning fulltrúa 2015

2015120140

Erindi dagsett 10. desember 2015 frá Ásdísi Evu Hannesdóttur framkvæmdastjóra Norræna félagsins þar sem óskað er eftir tilnefningu Akureyrarkaupstaðar í stjórn Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri. Tilnefning Akureyrarkaupstaðar óskast send Norræna félaginu sem fyrst.
Bæjarráð tilnefnir Hólmkel Hreinsson, kt. 220161-4479, sem aðalmann og Maríu Helenu Tryggvadóttur, kt. 010367-4339, sem varamann í stjórn Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri.

Fundi slitið - kl. 11:26.