Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

497. fundur 19. júní 2014 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Borgarsíða 22 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013110128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2013 þar sem Kristinn Sigurðsson og Guðbrandur Þór Jónsson sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð, svalaskýli og bílskýli á húsi nr. 22 við Borgarsíðu. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Friðrik Ólafsson.
Innkomnar teikningar 12. júní 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Daggarlundur 8 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2013050018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2014 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um framkvæmdafrest til 15. október 2014 vegna lóðar nr 8. við Daggarlund. Innkomin rök fyrir framkvæmdafresti 18. júní 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Geislagata 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014060009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Verkmax ehf., kt. 610999-2129, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á Geislagötu 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Innkomnar teikningar og gögn 16. júní 2014.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hamrar 2, hús nr. 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014010237Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2014 þar sem Haraldur Árnason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af þjónustuhúsi nr. 3 á lóð Hamra 2 þar sem færanleg kennslustofa verður nú nýtt ásamt viðbyggingu við hana.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Sómatún 29 - skil á lóð

Málsnúmer 2012020011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2014 þar sem Sverrir Gestsson fellur frá umsókn sinni um lóðina Sómatún 29 og óskar eftir að greidd gatnagerðargjöld verði lögð inn á reikning sinn nr. 566-26-230.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið og felur fjárreiðudeild að endurgreiða gatnagerðargjöldin.

6.Strandgata 12, Hof - umsókn um skilti

Málsnúmer 2014060117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2014 þar sem Anna Heba Hreiðarsdóttir f.h Menningarfélagsins Hofs, kt. 670409-0740, sækir um leyfi fyrir skiltum. Meðfylgjandi eru myndir af staðsetningum skiltanna.

Skipulagsstjóri frestar erindinu. Óskað er eftir frekari upplýsingum um fjölda skilta og hæð undir skiltum sunnan húss auk umfangs og stærð skiltis norðan við hús.

7.Tengir - framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara

Málsnúmer 2014040120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júní 2014 frá Gunnari Birni Þórhallssyni þar sem hann f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 14. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir við Ásveg, Hamarstíg-Mýrarveg, Hamragerði, Reynilund, Suðurbyggð, Tungusíðu-Núpasíðu, Urðargil, Barmahlíð-Fosshlíð, Krossanesbraut, Skarðshlíð-Langahlíð, Langahlíð, Langholt-Skarðshlíð, Baldursnes, Hlíðarbraut-23 og Langholt-Þverholt samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk.
Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Fundi slitið - kl. 13:40.