Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

916. fundur 19. maí 2023 kl. 10:30 - 11:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Hrafnagilsstræti 37 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023050492Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2023 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Guðmundar Þórs Birgissonar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingu á útliti ásamt breytingu á innra skipulagi 1. hæðar í húsi nr. 37 við Hrafnagilsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Baldursnes 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023050367Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2023 þar sem Almar Eggertsson fyrir hönd Baldursnes 5 byggingarvers ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 5 við Baldursnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Almar Eggertsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Margrétarhagi 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023020769Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. febrúar 2023 þar sem Karl Hjartarson sækir um leyfi til að innrétta fótaaðgerðarstofu í bílgeymslu við hús sitt að Margrétarhaga 8.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Hlíðarfjallsvegur 41 áhaldahús - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023040621Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2023 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir áhaldahús á lóð nr. 41 við Hlíðarfjallsveg. Innkomnar nýjar teikningar 17. maí 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Vestursíða 13 - umsókn um rannsóknarleyfi vegna jarðtæknirannsóknar

Málsnúmer 2023050816Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2023 þar sem Friðrik Ó. Friðriksson fyrir hönd FSRE sækir um að fá að gera jarðvegsrannsóknir og taka prufuholur á lóð nr. 13 við Vestursíðu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 11:30.