Margrétarhagi 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023020769

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 904. fundur - 23.02.2023

Erindi dagsett 15. febrúar 2023 þar sem Karl Hjartarson sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á breytingum á bílgeymslu.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Erindi dagsett 15. febrúar 2023 þar sem Karl Hjartarson sækir um leyfi til breyttrar notkunar á bílgeymslu.

Fyrirhugað er að setja upp fótaaðgerðastofu í rýminu.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipualgslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Margrétarhaga 3, 5, 6 og 10.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 916. fundur - 19.05.2023

Erindi dagsett 15. febrúar 2023 þar sem Karl Hjartarson sækir um leyfi til að innrétta fótaaðgerðarstofu í bílgeymslu við hús sitt að Margrétarhaga 8.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 919. fundur - 08.06.2023

Erindi dagsett 15. febrúar 2023 þar sem Karl Hjartarson sækir um leyfi til að innrétta fótaaðgerðarstofu í bílgeymslu við hús sitt að Margrétarhaga 8. Meðfylgjandi eru teikningar, skriflegt samþykki nágranna og umsögn frá Vinnueftirliti og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.