Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

788. fundur 29. október 2020 kl. 13:00 - 13:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Glerá - lagna- og reiðbrú - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060194Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2020 þar sem Efla fyrir hönd Landsnets hf. leggur fram breytta afstöðumynd af lagna- og reiðbrú yfir Glerá vegna breyttrar legu aðkomuleiða. Skipulagsráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 28. október sl.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Glerárholt - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060723Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. september 2020, þar sem Akureyrarbær óskar eftir leyfi til að fjölga íbúðum á efri hæð Glerárholts úr einni í tvær þannig að í húsinu verði þrjár íbúðir. Skipulagsráð tók jákvætt í fjölgun íbúða á fundi sínum þann 12. ágúst sl. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Höfðahlíð 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020080622Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. ágúst 2020 þar sem Ragna Valdís Elísdóttir, fyrir hönd allra húseigenda sækir um byggingarleyfi fyrir endurnýjun svala á húsi nr. 9 við Höfðahlíð og nýjum svaladyrum úr stofum samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Meðfylgjandi er samþykki eigenda í húsinu.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Strandgata 12 - endurnýjun hleðslustöðvar ON

Málsnúmer 2020100353Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. október 2020 þar sem Bjarni Þór Einarsson fyrir hönd Orku náttúrunnar ohf. sækir um leyfi fyrir skýli yfir hleðslustöð fyrirtækisins sem stendur á lóð nr. 12 við Strandgötu. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa. Skipulagsráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 28. október sl.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Vaðlatún 22-30 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hurð í bílgeymslu

Málsnúmer 2020100506Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2020 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Sigurðar Gísla Ringsted sækir um byggingarleyfi fyrir inngönguhurð á bílgeymslu, 0101 mhl. 02, við hús nr. 22-30 við Vaðlatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson og samþykki meðeigenda.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Munkaþverárstræti 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2020100542Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. október 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Péturs Maack Þorsteinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 11 við Munkaþverárstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

7.Nonnahagi 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020100560Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. október 2020 þar sem Björgvin Snæbjörnsson fyrir hönd Guðmundar Snorra Guðmundssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 9 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Björgvin Snæbjörnsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

8.Hrímland 13-28 og Hrókaland 1-7 - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og jarðvegsskiptum

Málsnúmer 2020100574Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2020 þar sem SS Byggir ehf. sækir um heimild til jarðvegsskipta á lóðum 15, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 við Hrímland, og lóðum 1, 3, 5 og 7 við Hrókaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir jarðvegsskipti í byggingarreitum húsanna. Framkvæmdasvæðið skal girt af áður en framkvæmdir hefjast.

9.Rangárvellir 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020100642Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húsa 1 og 4 á lóð nr. 2 við Rangárvelli ásamt að byggja anddyri og hjólageymslu við hús 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um umbeðnar viðbyggingar.

10.Ásabyggð 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080004Vakta málsnúmer

Endurnýjað erindi dagsett 26. október 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Karls Gunnars Sigfússonar, Jóns Friðriks Þorgrímssonar og Margrétar Ólafsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir geymslum, hurð og útitröppum á hús nr. 18 við Ásabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon. Innkomnar nýjar teikningar 26. október 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:45.