Hrímland 15-28 og Hrókaland 1-7 - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og jarðvegsskiptum

Málsnúmer 2020100574

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 346. fundur - 28.10.2020

Erindi dagsett 21. október 2020 þar sem SS Byggir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsskiptum og gatnagerð fyrir hús 15, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 við Hrímland og hús 1, 3, 5 og 7 við Hrókaland.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir gatnagerð í samræmi við umsókn enda verði hæðarsetning gatna unnin í samráði við skipulagssvið og umhverfis- og mannvirkjasvið. Afgreiðslu á leyfi fyrir jarðvegsskiptum fyrir húsin er vísað til byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 788. fundur - 29.10.2020

Erindi dagsett 21. október 2020 þar sem SS Byggir ehf. sækir um heimild til jarðvegsskipta á lóðum 15, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 við Hrímland, og lóðum 1, 3, 5 og 7 við Hrókaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir jarðvegsskipti í byggingarreitum húsanna. Framkvæmdasvæðið skal girt af áður en framkvæmdir hefjast.