Ásabyggð 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080004

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 596. fundur - 11.08.2016

Erindi dagsett 3. ágúst 2016 þar sem Sigurður Áki Eðvaldsson og Lísbet Gröndvaldt Björnsdóttir eru með fyrirspurn varðandi breytingar á hús nr. 18 við Ásabyggð. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið og bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi með uppfærðum aðaluppdráttum.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 607. fundur - 03.11.2016

Erindi dagsett 28. október 2016 þar sem Sigurður Áki Eðvaldsson og Lísbet Gröndvaldt Björnsdóttir sækja um byggingaleyfi vegna breytinga í kjallara í húsi nr. 18 við Ásabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 770. fundur - 28.05.2020

Erindi dagsett 28. október 2016 þar sem Sigurður Áki Eðvaldsson og Lísbet Gröndvaldt Björnsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir geymslum í kjallara húss nr. 18 við Ásabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar eru nýjar teikningar frá 26. maí 2020 eftir Kára Magnússon.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 788. fundur - 29.10.2020

Endurnýjað erindi dagsett 26. október 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Karls Gunnars Sigfússonar, Jóns Friðriks Þorgrímssonar og Margrétar Ólafsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir geymslum, hurð og útitröppum á hús nr. 18 við Ásabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon. Innkomnar nýjar teikningar 26. október 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.