Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

675. fundur 26. apríl 2018 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Halldóruhagi 6 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2018040013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. mars 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Halldóruhaga 6-8 ehf., kt. 540817-0490, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsum á lóð nr. 6 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur/Anton Örn Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 24. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Hlíðargata 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050166Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2018 þar sem Sigurður Hallgrímsson fyrir hönd Finns Víkingssonar sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum fyrir húsi nr. 2 við Hlíðargötu. Um er að ræða niðurfellingu á keyrsluramp austan húss og nýja aðlögun lóðar að tveimur nágrannalóðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Hallgrímsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Daggarlundur 11 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2014090246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Friðgeirs Valdimarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 11 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi hafnar breytingum á gangi þar sem breytingin uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar um algilda hönnun, en frestar erindinu að öðru leyti með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

4.Freyjunes 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir lokuðu millilofti og stiga

Málsnúmer 2018040222Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Kranabíla Norðurlands ehf., kt. 700415-0900, sækir um byggingarleyfi fyrir lokuðu millilofti og breyttum stiga í rými 101, í hús nr. 6 við Freyjunes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Kristjánshagi 4 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2016120155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á úthlutaðri lóð sinni númer 4 við Kristjánshaga til 1. júní 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Hlíðarfjallsvegur Lnr. 215098 - Gámaþjónustan, sorpflokkunarstöð - byggingarleyfi

Málsnúmer BN100254Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2018 þar sem Gunnar Bragason fyrir hönd Gámakó hf., kt. 560694-2619, sækir um byggingarleyfi fyrir gryfju fyrir pökkunarband og viðbyggingu fyrir vélbúnað við flokkunarstöð við Hlíðarfjallsveg, lnr. 215098. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Berg Steingrímsson. Innkomnar nýjar teikningar 23. apríl 2018, eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Hafnarstræti 101 - umsókn um merkingar í glugga

Málsnúmer 2018040258Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2018 þar sem Þorsteinn G. Gunnarsson fyrir hönd Framsóknarflokksins á Akureyri sækir um leyfi til að setja gluggamerkingar í kosninga-skrifstofu flokksins sem er á jarðhæð Amaróhússins, Hafnarstræti 99 - 101.

Áformað er að setja merkingarnar upp fyrir opnun kosningaskrifstofunnar föstudaginn 27. apríl og munu þær vera uppi fram yfir bæjastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi.

Meðfylgjandi eru myndir af útliti og staðsetningu merkinganna og samþykki eiganda rýmisins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem eru meirihlutaeigendur í húsinu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Halldóruhagi 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018040013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. mars 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Halldóruhaga 6-8 ehf., kt. 540817-0490, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsum á lóð nr. 6 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur/Anton Örn Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 24. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Margrétarhagi 10 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2017070044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2018 þar sem Heimir Guðlaugsson fyrir hönd Hraunar ehf., kt. 530106-2090, sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 10 við Margrétarhaga til 15. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Vættagil 31 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2017110280Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Guðlaugs Arasonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum að innan í húsi nr. 31 við Vættagil. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 11. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

11.Margrétarhagi 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017120492Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. desember 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Hraunar ehf., kt. 530106-2090, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 17. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu en heimilar umsækjanda að hafa jarðvegsskipti fyrir húsinu.

12.Krossanes 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stálsílói

Málsnúmer 2018040225Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf., kt. 440791-1749, sækir um byggingarleyfi fyrir stálsílói við vesturhlið húss nr. 2 við Krossanes. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:00.