Hafnarstræti 101 - umsókn um merkingar í glugga

Málsnúmer 2018040258

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 675. fundur - 26.04.2018

Erindi dagsett 23. apríl 2018 þar sem Þorsteinn G. Gunnarsson fyrir hönd Framsóknarflokksins á Akureyri sækir um leyfi til að setja gluggamerkingar í kosninga-skrifstofu flokksins sem er á jarðhæð Amaróhússins, Hafnarstræti 99 - 101.

Áformað er að setja merkingarnar upp fyrir opnun kosningaskrifstofunnar föstudaginn 27. apríl og munu þær vera uppi fram yfir bæjastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi.

Meðfylgjandi eru myndir af útliti og staðsetningu merkinganna og samþykki eiganda rýmisins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem eru meirihlutaeigendur í húsinu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.