Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

650. fundur 19. október 2017 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Oddeyrargata 11 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2017100060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2017 þar sem Helgi Már Hreiðarsson, kt. 060287-2529, og Áslaug Eva Antonsdóttir, kt. 020991-2919, sækja um leyfi til að útbúa bílastæði á lóð sinni við hús nr. 11 við Oddeyrargötu. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi samþykkir 3 metra breytt bílastæði með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

2.Hvannavellir 6 - umsókn um sérmerkt bílastæði

Málsnúmer 2017100194Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2017 þar sem Ólafía Þ. Helgadóttir, kt. 261157-5009, sækir um að fá sérmerkt bílastæði við hús sitt nr. 6 við Hvannavelli. Meðfylgjandi er ljósrit af stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða og myndir.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að merkja bílastæði fyrir fatlaða sem næst inngangi að húsinu, en án sérmerkingar.

3.Stekkjartún 32-34 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. október 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskýli á norðausturhluta lóðarinnar samkvæmt nýsamþykktum breytingum á deiliskipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 17. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Hringteigur 2 - sumarhúsi til flutnings

Málsnúmer 2017100197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Verkmenntaskólans á Akureyri, kt. 531083-0759, sækir um samþykkt á teikningum og að úttektir verði gerðar vegna byggingar á sumarhúsi til flutnings. Um er að ræða timburhús á stálbitum byggt af nemendum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Davíðshagi 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017090088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 11. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Hafnarstræti 26B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017090022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd H-26 ehf., kt. 640217-1620, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús nr. 26B á lóðinni Hafnarstræti 26. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 18. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Ægisnes 3 - umsókn um byggingarleyfi - mhl 01

Málsnúmer 2016080038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins, kt. 470596-2289, sækir um byggingarleyfi fyrir bogaskemmu við Ægisnes 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 18. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Matthíasarhagi 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017100183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. október 2017 þar sem Rolf Karl Tryggvason, kt. 220473-5119, og Sandra Ásgrímsdóttir, kt. 070581-4509, sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Margrétarhagi 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017100110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 4 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Einar Bjarndal Jónsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

10.Margrétarhagi 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017100116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 6 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Einar Bjarndal Jónsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Hafnarstræti 26C - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017090021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd H-26 ehf., kt. 640217-1620, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús nr. 26C á lóðinni Hafnarstræti 26. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 18. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

12.Hafnarstræti 26A - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017080010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. ágúst 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd H-26 ehf., kt. 640217-1620, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús nr. 26A á lóðinni Hafnarstræti 26. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 18. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:10.