Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

637. fundur 29. júní 2017 kl. 13:30 - 14:45 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stekkjartún 32-34 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 32-34 við Stekkjartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. júní 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Matthíasarhagi 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Ingólfs Árna Björnssonar og Bryndísar Lindar Bryngeirsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 5 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 12. júní 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Davíðshagi 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýli

Málsnúmer 2017030101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 10 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 22. júní 2017.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

4.Hafnarstræti 100 - breyta íbúð í atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2017060149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Benedikt Viggósson fyrir hönd Ástu Fanneyjar Snorradóttur sækir um að íbúð 0203 í húsi nr. 100 við Hafnarstræti verði skráð sem atvinnuhúsnæði, íbúð til skammtímaleigu.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem samþykki meðeigenda í húsinu liggur ekki fyrir.

5.Goðanes 8-10 - umsókn um skiptingu í fimm sjálfstæð bil

Málsnúmer 2017050155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Ottó Biering Ottósson fyrir hönd Hallarbjargs ehf. sækir um leyfi til að skipta húsi nr. 8-10 við Goðanes upp í fimm sjálfstæð bil með sér fastanúmeri. Geymsluhillur komi í öll þessi bil. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 22. júní 2017.
Björn Jóhannsson tilkynnti sig vanhæfan og vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

6."The Color Run" Akureyri - leyfisósk og styrkbeiðini

Málsnúmer 2017020093Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 26. júní 2017 frá Haraldi Daða Ragnarssyni þar sem hann fyrir hönd Basic International ehf. sækir um breytingu á áður útgefnu leyfi vegna The color Run litahlaups á Akureyri þann 8. júlí 2017.

Um er að ræða að færa rásmark og endastöð hlaupsins að brekkunni sunnan við Akureyrarvöll og þar yrði sviðið. Við það bætist við hlaupaleiðina frá rásmarki Hólabraut og Túngata og Brekkugata að endastöð.

Einnig er óskað eftir breytingu vegna þessa á lokun gatna þ.e. að Hólabraut, Túngata og Brekkugata bætist við áður samþykktar lokanir og að tími lokananna færist fram um einn tíma og verði frá 14:30 í stað 15:30 og þar til hlaupi lýkur um kl. 18:00.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

7.The Color Run - auglýsingaborði á girðingu Akureyrarvallar

Málsnúmer 2017060216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júní 2017 þar sem Ragnar Már Vilhjálmsson fyrir hönd The Color Run/Basic International ehf. sækir um leyfi til að strengja augýsingaborða, viðburðarskilti, á girðinguna við Akureyrarvöll, Glerárgötumegin, 1.- 7. júlí nk.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

8.Oddeyrargata 36 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum innanhúss

Málsnúmer 2017050206Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hilmars Gunnarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum innandyra í húsi nr. 36 við Oddeyrargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 26. júní 2017.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

9.Jörvabyggð 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2017060212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2017 þar sem Ragnar Fr. Guðmundsson fyrir hönd Sigmundar Ófeigssonar sækir um leyfi fyrir breytingum á húsi nr. 7 við Jörvabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

10.Viðburðir í miðbæ - 2017

Málsnúmer 2017010118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júní 2017 þar sem Arnar Már Eyfells Davíðsson fyrir hönd NOVA hf. sækir um leyfi fyrir flennibraut sem samanstendur af fimleikadýnum og vatni. Staðsetning er í Kaupvangsstræti og dagsetning 8. júlí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir leyfi fyrir umbeðna uppsetningu flennibrautar í Kaupvangsstræti frá Eyrarlandsvegi að Hafnarstræti frá kl. 08:00 til 21:00 þann 8. júlí 2017 með eftirtöldum skilyrðum: Arnar Már Eyfells verkefnastjóri markaðsdeildar NOVA er ábyrgðaraðili fyrir viðburðinum. Haft verði samband við lögreglu og umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna umferðar meðan á viðburðinum stendur. Vel og snyrtilega skal gengið um göturnar og brautin ásamt fylgihlutum fjarlægð að viðburðinum loknum.

11.Hraungerði 1 - umsókn um stækkun á lóð

Málsnúmer 2017050187Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2017 þar sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson sækir um stækkun á lóð sinni nr. 1 við Hraungerði. Um er að ræða fleyg milli gangstéttar og lóðamarka sem óskað er eftir að skeyta við lóð Hraungerðis 1. Sveinbjörn er að hlaða garðvegg í þessarri línu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið. Lóðarskrárritara er falið að ganga frá yfirlýsingu um breytta lóðarstærð.

Fundi slitið - kl. 14:45.