Viðburðir í miðbæ - 2017

Málsnúmer 2017010118

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 637. fundur - 29.06.2017

Erindi dagsett 28. júní 2017 þar sem Arnar Már Eyfells Davíðsson fyrir hönd NOVA hf. sækir um leyfi fyrir flennibraut sem samanstendur af fimleikadýnum og vatni. Staðsetning er í Kaupvangsstræti og dagsetning 8. júlí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir leyfi fyrir umbeðna uppsetningu flennibrautar í Kaupvangsstræti frá Eyrarlandsvegi að Hafnarstræti frá kl. 08:00 til 21:00 þann 8. júlí 2017 með eftirtöldum skilyrðum: Arnar Már Eyfells verkefnastjóri markaðsdeildar NOVA er ábyrgðaraðili fyrir viðburðinum. Haft verði samband við lögreglu og umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna umferðar meðan á viðburðinum stendur. Vel og snyrtilega skal gengið um göturnar og brautin ásamt fylgihlutum fjarlægð að viðburðinum loknum.