Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

625. fundur 23. mars 2017 kl. 13:00 - 14:45 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Björn Jóhannsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Strandgata 31 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017020010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um leyfi fyrir innanhússbreytingum á 2. hæð ásamt stiga vestan á vesturgafl húss nr. 31 við Strandgötu m.a. vegna flóttaleiða þaðan. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 2. mars 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Strandgata - 149566 Oddeyrarskáli - umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2016100162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2016 þar sem Garðar Halldórsson fyrir hönd Eimskip Ísland ehf., kt. 421104-3520, sækir um leyfi til að breyta skipulagi starfsmannaaðstöðu í Oddeyrarskála við Strandgötu, lnr. 149566, frá áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Garðar Halldórsson. Innkomnar nýjar teikningar og umsókn 9. mars 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Tryggvabraut 18-20 - fyrirspurn vegna breyttrar notkunar á 2. hæð

Málsnúmer 2017030163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 ehf., kt. 540206-2010, leggur inn fyrirspurn vegna breyttrar notkunar á 2. hæð í húsi nr. 18-20 við Tryggvabraut. Fyrirhugað er að breyta hæðinni í skammtíma gistiaðstöðu fyrir starfsmenn. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í hugmynd um gistiaðstöðu fyrir starfsmenn en tekur að öðru leyti ekki afstöðu til innréttingar rýmisins. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breytingum.

4.Heiðartún 2-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020134Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd T21 ehf., kt. 430615-1060, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-12 við Heiðartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 17. mars 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Gleráreyrar 1, rými 62 og 64 - umsókn um byggingarleyfi, tannlæknastofur og blóðbanki

Málsnúmer 2017030179Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2017 þar sem Gunnar Bogi Borgarsson fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um byggingarleyfi fyrir tannlæknastofu í rými 62 og blóðbanka í rými 64 á 2. hæð Glerártorgs, Gleráreyrum 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnar Boga Borgarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Daggarlundur 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2017 þar sem Þórir Rafn Hólmgeirsson, kt. 230280-4369, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 1 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 20. mars 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7."The Color Run" Akureyri - leyfisósk og styrkbeiðini

Málsnúmer 2017020093Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. febrúar 2017 frá Davíð Lúther Sigurðarsyni þar sem hann fyrir hönd Basic International ehf., kt. 460515-0170, óskar eftir leyfi og samvinnu bæjaryfirvalda vegna The color Run litahlaups á Akureyri þann 8. júlí 2017. Óskað er eftir framkvæmdaheimild fyrir dagana 7. - 9. júlí 2017 vegna undirbúnings og frágangs. Um er að ræða leyfi fyrir aðstöðu á Ráðhústorgi fyrir svið og hljóðkerfi ásamt litastöðvum í Hafnarstræti við hús nr. 26 og í Aðalstræti við Minjasafnið.

Jafnframt er óskað eftir lokunum gatna vegna hlaupsins frá 15:30-18:00 þ.e.:

Túngata frá Bankastíg að Ráðhústorgi.

Skipagata (öll).

Kaupvangsstræti frá gatnamótum Drottningarbrautar upp fyrir Hafnarstræti. Best væri að takmarka umferð frá Eyrarlandsvegi þar sem gatan verður orðin botngata en klárlega hægt að hleypa umferð að Hótel KEA svo dæmi sé tekið.

Hafnarstræti (allt).

Austurbrú við Drottningarbraut.

Vegkaflinn frá Drottningarbraut að Hafnarstræti.

Aðalstræti (allt). Duggufjara og Búðarfjara lokast inni með lokun Aðalstrætis.

Naustafjara.

Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar dagsett 13. mars 2017 enda verði litastöðvar hreinsaðar vel strax að hlaupi loknu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Samráð skal haft við lögregluna og umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna lokunar gatna. Hreinsun litasvæða og hlaupaleiða skal gerð strax eftir að hlaupi lýkur í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar.

8.Gleráreyrar 1 - umsókn um byggingarleyfi til að skipta rými 43

Málsnúmer 2017030472Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2017 þar sem Björgvin Smári Jónsson fyrir hönd Eikar Fasteignafélags, kt. 590902-3730, sækir um byggingarleyfi fyrir skiptum á rými 43 í tvö rými, nr. 43 og 44, á Glerártorgi, Gleráreyrum 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Egil Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Sækja skal um leyfi fyrir innréttingu beggja rýma þegar vitað verður hvaða starfsemi á að vera þar.

9.Matthíasarhagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017030139Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2017 þar sem Rolf Karl Tryggvason, kt. 220473-5119 og Sandra Ásgrímsdóttir, kt. 070581-4509, sækja um lóð nr. 3 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

10.Oddeyrartangi/Sjávargata 4 - umsókn um niðurrif spennistöðvar

Málsnúmer 2017030529Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2017 þar sem Gunnar Haukur Gunnarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 541299-3009, sækir um heimild til að rífa niður spennistöð nr. 78 sem skráð er á Oddeyrartanga, landnr. 149131, sem með leyfi bæjarstjórnar frá 4. apríl 1992 hafði verið færð inn á núverandi lóð Bústólpa nr. 4 við Sjávargötu.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð, þ.e. plata og sökklar sem standa upp úr jörð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

Fundi slitið - kl. 14:45.