Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kynnir hér með skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Viðjulund 1 og 2.
Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að í stað núverandi byggingar á lóð Viðjulundar 1 verði reist tvö sex hæða íbúðarhús með þremur íbúðum á hverri hæð auk geymslukjallara undir báðum húsum. Jafnframt gerir tillagan ráð fyrir hálfniðurgrafinni bílgeymslu auk bílastæða á þaki.
Samhliða þessari breytingu er gerð minniháttar breyting á afmörkun deiliskipulags íbúðasvæðis við Furulund.
Deiliskipulagsuppdrætti má sjá hér og hér.
Tillögurnar verða jafnframt aðgengilegar hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrarbæjar frá 29.mars - 19.apríl 2023. Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.
Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til 19.apríl 2023.
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.