Verkefnin heim

Starfsfólk hefur búið til skemmtileg verkefni fyrir fólk að taka með sér heim.
Starfsfólk hefur búið til skemmtileg verkefni fyrir fólk að taka með sér heim.

Þótt loka hafi þurft Punktinum í Rósenborg og félagsmiðstöðinni í Víðilundi tímabundið vegna Covid-19 þá er starfsemin ekki í neinum dvala.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að finna leiðir til þess að koma til móts við fólk sem hefur þurft að dvelja meira heima en venjulega. Verkefnin heim er svar starfsfólks við þessu óvenjulega ástandi.

„Þrátt fyrir tímabundna lokun þá hættum við ekki að hugsa til okkar gesta. Við höfum þess vegna útbúið skemmtileg verkefni fyrir fólk að taka með heim. Viðtökurnar hafa verið frábærar og var virkilega þörf á þessu framtaki,“ segir Halla Birgisdóttir umsjónarmaður Punktsins.

Má til dæmis nefna flæðinámskeið bæði fyrir börn og fullorðna, rammaskreytingar, jólaföndur, sokka- og vettlingaprjón, myndlist, útsaum og fleira.

„Þarna erum við að ná til fólks á aldrinum 5-90 ára sem er frábært,“ segir Halla.

Hér eru nánari upplýsingar um Punktinn og hér eru upplýsingar um félagsstarf fyrir 60 ára og eldri

Punkturinn er einnig á Facebook og Instagram

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan