Félagsstarf 60 ára og eldri

Akureyrarbær rekur líflegt og skemmtilegt starf í þjónustu- og félagsmiðstöðvunum í Víðilundi 22 og Bugðusíðu 1. Þær eru opnar fólki frá 60 ára aldri. Boðið er uppá ýmiskonar námskeið, handverk, uppákomur, afþreyingu, hreyfingu og þjónustu. Bæklingur um starfsemi félagsmiðsstöðvanna liggur frammi á báðum stöðum og í þjónustuveri bæjarins í Ráðhúsinu. Í Bugðusíðu hefur Félag eldri borgara aðsetur og vinnur í nánu samstarfi við forstöðumann að uppbyggingu og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Í félagsmiðsstöðvunum er starfandi notendaráð sem í sitja 10 fulltrúar. Kosið er í ráðið á hverju vori úr hópi þeirra sem sækja staðina. Hlutverk notendaráðs er að vera talsmenn fólksins sem nýtir þjónustuna, taka við ábendingum og tillögum um starfsemina. Einnig hefur ráðið veg og vanda að ýmsum uppákomum í samvinnu við forstöðumann félagsmiðstöðvanna.

Aðsetur: Félagsmiðstöð við Víðilund 22 og Félagsmiðstöð við Bugðusíðu 1.
Opnunartími: Alla virka daga kl. 9:00-16:00
Sími: Víðilundur 462 7998 / Bugðusíða 462 6055
Stundatöflur: Stundatöflur félagsmiðstöðvanna í Víðilundi og Bugðusíðu.
Verðskrár: Víðilundur og Bugðusíða.

Síðast uppfært 05. júlí 2018