Ungmennahús framtíðarinnar

Frá Landsþingi Ungmennahúsa 2018 á Akureyri.
Frá Landsþingi Ungmennahúsa 2018 á Akureyri.

Landsþing ungmennahúsa fór fram á dögunum. Landsþingið er einn af árlegum viðburðum Samfés sem eru samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi og í ár var það haldið í Ungmenna-Hússinu á Akureyri.

Markmið með landsþingi ungmennahúsa er m.a. að starfsfólk og þátttakendur í starfinu hittist, tengist, skiptist á skoðunum og læri hvert af öðru.

Ljóst var á bæði starfsfólki og ungmennum að kjarna þurfi betur stöðu og hlutverk ungmennahúsa. Starfsemi ungmennahúsa er fjölbreytt og víðfeðm og mikilvægt er að tryggja rekstargrundvöll þeirra á landsvísu.

Þetta árið voru saman komin ungmenni frá 8 ungmennahúsum alls staðar að af landinu ásamt starfsfólki. Á Íslandi eru starfrækt 9 ungmennahús sem hafa það hlutverk að veita ungu fólki, 16 ára og eldra, þjónustu, sinna athafnaþörf þess, bæði menningu og listum, sem og að veita ráðgjöf og stuðning.

Á þinginu var þétt og fjölbreytt dagskrá. Farið var í hópavinnu og unnið með hugmyndina um ungmennahús framtíðarinnar eða ársins 2021.

Þá var gagnlegt fyrir unga fólkið og starfsfólk ungmennahúsanna að hittast og bera saman bækur sínar, mikið var hlegið og höfðu allir gagn og gaman af.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan