Spennandi framtíðaruppbygging í hjarta bæjarins

Skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar boðar til kynningarfundar um endurskoðað deiliskipulag fyrir Tjaldsvæðisreitinn á Akureyri.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 8. nóvember kl. 17-19 í kaffiteríu á 2. hæð Íþróttahallarinnar, gengið inn um aðalinngang að sunnan.

Undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við endurskoðun deiliskipulags fyrir svæðið sem áður var tjaldsvæði við Þórunnarstræti. Nú liggja fyrir drög að framtíðarskipulagi svæðisins og af því tilefni er boðað til kynningarfundarins.

Skipulagshönnuðir kynna verkefnið og gestum gefst kostur á að kynna sér tillögurnar og leggja fram spurningar og ábendingar ef einhverjar eru.

Stutt kynning á endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn (pdf)

Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér spennandi framtíðaruppbyggingu í hjarta bæjarins.

Fundurinn hefur verið skráður sem viðburður á Facebook og þar getur þú látið vita hvort þú sjáir þér fært að mæta.

Léttar kaffiveitingar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan