Sjafnarnes - Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn samþykkti þann 4. október sl. tillögu að óverulegri breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir B-áfanga Krossaneshaga skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin á við um svæði sem merkt er iðnaðarsvæði I8B í gildandi aðalskipulagi og felur í sér að svæðið stækkar um 0,83 ha til suðurs. Samhliða minnkar óbyggt svæði ÓB sem því nemur.

Skipulagstillöguna má sjá hér .

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi eða sent fyrirspurn á skipulag@akureyri.is 

Breyting á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga.

Breytingin tekur til Sjafnarness og felur í sér að legu götunnar er breytt og svæði fyrir byggingarlóðir stækkað til suðurs og vesturs, lóðum fjölgað úr sjö í þrettán og stærð þeirra endurskilgreind. Þá er lóð spennistöðvar jafnframt stækkuð.

Skipulagstillöguna má sjá hér.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út 8. desember 2022. Athugasemdum, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram, má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan