Lokaskrefin í endurnýjun umferðarljósa

Gatnamótin sem um ræðir.
Gatnamótin sem um ræðir.

Síðar í vikunni verða stigin lokaskref í endurnýjun og breytingum á umferðarljósum Glerárgötu og Þórunnarstrætis annars vegar og Glerárgötu og Tryggvabrautar hins vegar. Tilgangurinn er að verja allar vinstribeygjur þessara gatnamóta með vinstribeygju ljósaörvum. 

Byrjað verður á umferðarljósum Glerárgötu/Þórunnarstrætis. Slökkt verður á þeim á miðvikudaginn og hafist handa við nauðsynlegar tengingar. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verða þau komin í gagnið að nýju á fimmtudaginn. Um næstu helgi verður unnið í umferðarljósum Glerárgötu/Tryggvabrautar.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda. Ekki er útilokað að einhverjar tafir verði á umferð um gatnamótin þessa daga, en vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi.

Vonast er til að þessar breytingar stuðli að auknu öryggi vegfarenda. Akureyrarbær hefur undanfarin misseri lagt mikla áherslu á endurnýjun umferðarljósa. Víða hefur verið skipt um perur í umferðarljósum, hnappa á gangbrautarljósum og stjórntölvur endurnýjaðar.

Hér að neðan má sjá skjáskot úr myndbandi sem var tekið fyrir um þremur árum af gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar, þegar verkefnið hófst. Þarna er oft mikil umferð. 

Gatnamót Tryggvabrautar og Glerárgötu fyrir þremur árum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan