Aðalskipulag Akureyrar 2005 – 2018

Aðalskipulag Akureyrar 2005 – 2018, sem hér er lagt fram, er það fimmta í röðinni frá því fyrsta aðalskipulag bæjarins var samþykkt árið 1927. Áfram er unnið með þær áherslur sem lagt var upp með í aðalskipulaginu frá 1998 um sjálfbæra þróun og umhverfisstefnu í anda Staðardagskrár 21. Andi þeirrar dagskár svífur yfir vötnum þessa nýja aðalskipulags. Sterk áhersla er á að tryggja rétt komandi kynslóða til sömu lífsgæða og við njótum nú.

Aðalskipulag er langtímaverkefni og rammi um framtíðarþróun bæjarfélagsins. Einkenni þessa aðalskipulags umfram önnur, sem fram hafa komið, er hin víðtæka aðkoma bæjarbúa að mótun þess og þróun. Aldrei hafa jafn margir komið að vinnu við aðalskipulag Akureyrar sem nú. Verkefnið „Akureyri í öndvegi" gerði það að verkum að mikill fjöldi bæjarbúa hafði á því skoðun og kom að stefnumótun og þróun skipulagsins. Því ber að fagna sérstaklega. Aldrei hafa jafn margir haft skoðun á vinnu þessari og komið skoðunum sínum á framfæri. Það leiddi til þess að aðalskipulagstillagan var lögð fram að nýju eftir að gerðar voru á henni verulegar breytingar frá fyrri auglýsingu. Íbúalýðræðið hefur því fengið að njóta sín við gerð þessa aðalskipulags sem aldrei fyrr.

Aðalskipulagið 2005 - 2018 hefur einkenni þeirrar velmegunar og hröðu þróunar sem á Akureyri er nú um stundir. Uppbygging íbúða í Naustahverfi á suðurhluta brekkunnar og þróun athafnasvæðis til norðurs í Nesjahverfi er áberandi. Tengibrautanetið er að mestu komið í þann farveg sem þarf til að tryggja samgöngur með öruggum og hagkvæmum hætti um sveitarfélagið. Uppbygging miðbæjar og svæða fyrir verslun, þjónustu og iðnaðarfyrirtæki setur einnig sterkan svip á aðalskipulagið nú. Stefnumörkun í umhverfismálum með sérstakri áherslu á verndarsvæði setur jákvæðan og vistvænan svip á verkið og er það vel.

Framtíð Akureyrar er björt en ljóst er að landrými innan núverandi bæjarmarka er á þrotum. Langtímamarkmið skipulagsyfirvalda í framhaldi af þessu aðalskipulagi verður að tryggja bænum okkar aðstæður til áframhaldandi þróunar og stækkunar.

Ég þakka öllum þeim sem komu að vinnu við þetta verk en sérstaklega þakka ég bæjarbúum mikinn áhuga og sterka aðkomu að gerð þessa aðalskipulags. Það er von mín að aðalskipulagið stuðli að enn frekari þróun Akureyrar til lengri tíma litið.

14. september 2006

Jón Ingi Cæsarsson, formaður umhverfisráðs

Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Greinargerð með samþykktum breytingum til ágúst 2014

Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur með samþykktum breytingum til október 2015

Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur með samþykktum breytingum til ágúst 2014 

Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur A3 (pdf)

Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur A4 (pdf)

Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur (jpg)

Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur A3 (pdf)

Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur A4 (pdf)

Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur (jpg-mynd)

Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Greinargerð, september 2006 (pdf)


 

Staðfestingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.

Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 15. desember 2006 staðfest aðalskipulag Akureyrar 2005-2018.

Uppdrættir og greinargerð hafa hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um. Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt aðalskipulagsáætlunina og Skipulagsstofnun afgreitt hana til staðfestingar.

Aðalskipulagið öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi aðalskipulag Akureyrar 1998-2018 frá 4. september 1998, með síðari breytingum. Ráðherra hefur veitt undanþágu frá ákvæðum laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, sbr. 3. mgr. 13. gr.

Umhverfisráðuneytinu, 15. desember 2006.

Jónína Bjartmarz

Samþykkt aðalskipulags 2005-2018 (undirskriftir)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan