Fjórflokkun við heimahús hefst í sumar

Akureyringar eru og hafa um árabil verið framarlega þegar kemur að flokkun úrgangs en við getum með auðveldum hætti gert betur.

Sumarið 2024 innleiðum við næstu skref í flokkun úrgangs og söfnum fjórum flokkum við hvert heimili: blönduðum úrgangi, matarleifum, plastumbúðum og pappír og pappa.

Öllum tunnum fyrir úrgang verður skipt út sumarið 2024. Verkefnið hefst í lok maí og er áætlað að því ljúki í september.

Byrjað verður nyrst í bænum og verður unnið til suðurs. Reiknað er með að tunnum í Þorpinu verði skipt út í maí og júní en í öðrum hverfum í ágúst og september. Tunnunum verður skipt út samhliða sorphirðu. Leitast verður við að íbúar finni sem minnst fyrir breytingunum og sett í algjöran forgang að röskun á daglegum venjum þeirra verði óveruleg.

Mikilvægur þáttur í bættri flokkun er að draga sem allra mest úr urðun úrgangs en því miður verður óhjákvæmilegt að safna áfram blönduðum úrgangi til urðunar. Með þetta í huga er mikilvægt að flokka matarleifar, pappír og plast í rétt ílát og ekki síður að fara með allan tilfallandi umframúrgang í grenndargáma og á gámasvæði og flokka þar í rétt ílát. Sé þetta vel gert mun það draga verulega úr magni blandaðs úrgangs og þannig draga úr urðun.

Við getum þetta saman!

Hér er upplýsingasíða um breytingarnar og hvernig þetta verður við þitt heimili.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan