Færð og veður - staða mála

Þótt óveðrið sé að mestu gengið niður er enn töluverð snjókoma á Akureyri og þungfært víða í bænum. 

Allur tiltækur mannskapur og vélar hafa verið í snjómokstri frá því kl. 4 í nótt og hefur gengið bærilega. Áhersla hefur fyrst og fremst verið lögð á stofnbrautir, strætisvagnaleiðir, gangstéttir og stíga og í framhaldinu er reynt að opna eins margar íbúðargötur og kostur er.

Verkefnið er stórt, enda gríðarlegt magn af blautum og þungum snjó og má búast við því að það taki 4-6 daga að fullmoka bæinn. 

Strætisvagnar eru nú allir á ferðinni, en reikna má með einhverjum töfum í dag. Mikilvægt er að íbúar sýni þessu erfiða ástandi skilning og þolinmæði, enda eru allir að gera sitt besta. 

Til að fyrirbyggja tjón af völdum moksturstækja biður lögreglan fólk um að moka frá bifreiðum sínum eða gefa með öðrum hætti til kynna að undir fannferginu sé bifreið: 

Vegna ófærðar liggur sorphirða frá heimilum á Akureyri niðri. Fólk er hvatt til að moka frá sorpílátum til að auðvelda losun þegar verður orðið fært um íbúðagötur.

Sundlaugar Akureyrar eru lokaðar í dag. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan