Eyrún Lilja er Ungskáld Akureyrar 2023

Eyrún Lilja Aradóttir til vinstri og Brynhildur Þórarinsdóttir með mynd af dóttur sinni Þorbjörgu Þó…
Eyrún Lilja Aradóttir til vinstri og Brynhildur Þórarinsdóttir með mynd af dóttur sinni Þorbjörgu Þóroddsdóttur sem er um þessar mundir á lýðháskóla í Danmörku.

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu í dag. Fyrstu verðlaun hlaut Eyrún Lilja Aradóttir fyrir verkið Að drepa ömmu 101.

Alls bárust 46 verk í keppnina frá 27 þátttakendum. Úrslit voru sem hér segir (smellið á titlana til að lesa verkin):

  1. sæti: Eyrún Lilja Aradóttir með verkið Að drepa ömmu 101
  2. sæti: Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið Ég get ekki talað um hafið á ensku
  3. sæti: Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið Völundarhús væntinga

Í dómnefndinni sátu Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, Rakel Hinriksdóttir, listamaður og skáld, og Sigríður Albertsdóttir, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Þetta er 11. árið sem Ungskáldaverkefnið er starfrækt og hefur verkefnið vaxið og dafnað með hverju árinu. Á þessu ári hafa verið tvö ritlistakvöld með frábærum leiðbeinendum. Í mars var ritlistakvöld með Svavari Knúti og nú í október með Yrsu Sigurðardóttur, bæði kvöldin hafa ungmenni sótt sér að kostnaðarlausu.

Við athöfnina á Amtsbókasafninu lék Helga Björg Kjartansdóttir á víólu.

Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan