Deiliskipulag miðbæjar – Glerárgata 7 - Niðurstaða bæjarstjórnar

Deiliskipulag Glerárgata 7
Deiliskipulag Glerárgata 7

Niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 6.júní 2023 breytingu á deiliskipulagi miðbæjar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af lóð Glerárgötu 7 þar sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa 5-6 hæða hótel þar sem efstu tvær hæðirnar eru inndregnar. Þá er gert ráð fyrir bílakjallara að hámarki 1200 m2 fyrir allt að 38 bílastæði.

Skipulagsuppdrátt má nálgast hér.

Tillagan var auglýst frá 29.mars til 14.maí 2023. Þrjár athugasemdir bárust sem leiddu ekki til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar; skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan