Hafnarsvæði í Krossanesi, Akureyri - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Tölvugerð af fyrirhuguðum sílóum við Krossaneshöfn
Tölvugerð af fyrirhuguðum sílóum við Krossaneshöfn

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði í Krossanesi, Akureyri.

Tillagan gerir ráð fyrir að afmörkuð er ný lóð fyrir birgðarstöð og bílavog á norðurjaðri hafnarsvæðisins. Lóðin verður að hluta á fyrirhugaðri landfyllingu sem gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi. Aðkoma að lóðinni verður um lóð 1.03 og 1.04.

Helstu breytingar :

  • Afmarkaður er byggingarreitur fyrir mannvirki (síló og vog). Nýtingarhlutfall er 0,4 og hámarkshæð mannvirkja er 30 m.
  • Lóð 1.04 verður minnkuð um 54 m2.
  • Skilgreind er lega löndurlagna fyrir sement og asfalt.
  • Kvöð um fráveitulagnir, vatnslagnir og raflagnir er sett á lóðir 1.04, 1.05, 1.08 og 1.09.
  • Kvöð um umferðarrétt/aðkomuleið að nýrri lóð og hafnarbakka er sett á lóð 1.04.
  • Þjónustu- og umferðarsvæði hafnarinnar 1.11 er minnkað.

Tillöguuppdrátt ásamt greinargerð má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 24. apríl til 7. júní 2024. Tillagan mun jafnframt verða aðgengileg á heimasíðu bæjarins á sama tíma: www.akureyri.isneðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur og á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is

Athugasemdum og ábendingum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala kemur fram má skila á netfangið skipulag@akureyri.is, bréfleiðis til Þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða í gegnum Skipulagsgátt.

Deiliskipulagsuppdráttinn má nálgast hér.

Fleiri þrívíddarmyndir má sjá hér og hér

Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til 7. júní 2024.

 

24. apríl 2024
Skipulagsfulltrúi

 

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum, s.s. kennitala, nafn og netfang, eru aðeins nýttar til að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan