Fréttir frá Akureyrarbæ

Mynd af síðu Síðuskóla.

Ringó æfingar Virkra efri ára í Síðuskóla

Íþróttasalurinn í Síðuskóla fyllist af lífi og gleði á miðvikudögum þegar hópur eldri borgara hittist á ringó-æfingum sem haldnar eru undir formerkjum Virkra efri ára.
Lesa fréttina Ringó æfingar Virkra efri ára í Síðuskóla
Þórunn og Jóhanna eru með viðtalstíma alla miðvikudaga milli kl. 13 og 14 í Víðilundi 22.

Iðjuþjálfar veita ráðgjöf og aðstoða við sjálfstæði

Á Velferðarsviði Akureyrarbæjar starfa iðjuþjálfar sem veita víðtæka ráðgjöf til einstaklinga með ýmiskonar skerðingar á færni vegna aldurs, veikinda eða fötlunar.
Lesa fréttina Iðjuþjálfar veita ráðgjöf og aðstoða við sjálfstæði
Little Girl Blue verður sýnd í Listasafninu á sunndag.

Franska kvikmyndahátíðin: Tvær myndir sýndar um helgina

Franska kvikmyndahátíðin hófst í gær og var uppselt á opnunarmyndina í Sambóunum. Næstu sýningar eru á morgun, laugardaginn 8. febrúar, í Amtsbókasafninu og sunnudaginn 9. febrúar í Listasafninu.
Lesa fréttina Franska kvikmyndahátíðin: Tvær myndir sýndar um helgina
Birna Guðrún Baldursdóttir, forstöðukona og iðjuþjálfi, segir öll eldri en 18 ára velkomin að taka þ…

Líflegt starf í félagsmiðstöðvum fólksins

Akureyrarbær rekur líflegt og skemmtilegt starf í félagsmiðstöðvum fólksins, Birtu í Bugðusíðu 1, og Sölku í Víðilundi 22, þar sem boðið er upp á fjölbreytta starfsemi, ýmiskonar námskeið, handverk, afþreyingu, hreyfingu og fjölmarga viðburði.
Lesa fréttina Líflegt starf í félagsmiðstöðvum fólksins

Auglýsingar

Jöfnunarstoppistöð við Glerá

Jöfnunarstoppistöð við Glerá - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu með átta atkvæðum og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá. Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista bóka: Við teljum okkur ekki geta samþykkt deiliskipulagsbreytingar sem gera ráð fyrir jöfnunarstoppistöð Strætisvagna Akureyrar á bakka Glerárinnar á þessum tímapunkti. Það sem upp á vantar, að okkar mati, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun, er m.a. að fram fari umferðaöryggismat, að unnin sé kostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu á þessum stað og að öruggt sé að jöfnunarstoppistöð og allt sem henni fylgir rúmist með góðu móti á þessu svæði, án kostnaðarsamra aðgerða. Þá eru fleiri staðsetningar sem koma til greina, miðsvæðis í bænum, og því hefðum við viljað frekari umræðu og samanburð á ólíkum kostum. Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað: Ég hefði talið heppilegri kost að umrædd jöfnunarstoppistöð hefði verið staðsett norðan ráðhúss, líkt og gert er í gildandi skipulagi, ekki síst í ljósi umferðarflæðis- og öryggis, sem og vegna framtíðar stækkunarmöguleika. Hins vegar er mikilvægt að loks sjái fyrir endann á því að flytja miðbæjarstoppistöð frá núverandi staðsetningu þannig að hægt verði að leggja áherslu á uppbyggingu í miðbænum. Þá er ákaflega ánægjulegt að við umrædda jöfnunarstoppistöð verði einnig aðstaða fyrir landsbyggðastrætó og hann hverfi frá núverandi staðsetningu sem hefur verið óheppileg. Þá er einnig ánægjulegt að þar sé gert ráð fyrir almenningssalernum.
Lesa fréttina Jöfnunarstoppistöð við Glerá - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Heimilt verður að byggja fimm 3 hæða fjölbýlishús við Miðholt 1-9

Holtahverfi - ÍB17 OG VÞ17 - Drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Skipulagsráð tekur jákvætt i fyrirliggjandi tillögu þar sem m.a. er komið til móts við athugasemdir varðandi aukna umferð um Miðholt með því að gera ráð fyrir að inn- og útkersla bílakjallara verði frá Langholti. Er samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að kynna drög að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimilar að á svæðinu megi fjölbýlishús vera þrjár hæðir í stað tveggja og að fjöldi íbúða geti verið á bilinu 40-60. Þá er gert ráð fyrir sambærilegri kvöð um trjágróður innan lóðar og er í deiliskipulagi Móahverfis. Til samræmis við lýsingu aðalskipulagsbreytingar er samþykkt að aðalskipulagsbreytingin nái einnig til lóðarinnar Hlíðarbraut 4 (merkt VÞ17) þar sem gert verður ráð fyrir heimild fyrir íbúðum á efri hæðum en verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæð. Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við atkvæðagreiðslu.
Lesa fréttina Holtahverfi - ÍB17 OG VÞ17 - Drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Breytt aðalskipulag

Glerártorg og nánasta umhverfi - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu með átta atkvæðum og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá og óska bókað: Erum samþykk þeim breytingum sem koma fram í þessari aðalskipulagsbreytingu en sitjum hjá vegna ótímabærrar ákvörðunar um staðsetningu jöfnunarstöðvar Strætisvagna Akureyrar á bakka Glerár.
Lesa fréttina Glerártorg og nánasta umhverfi - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Útboð - Þjónustuhús á Torfunefsbryggju

Útboð - Þjónustuhús á Torfunefsbryggju

Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir tilboðum í að byggja verkið Þjónustuhús á Torfunefsbryggju eins og því er lýst í útboðsgögnum.
Lesa fréttina Útboð - Þjónustuhús á Torfunefsbryggju

Flýtileiðir