Heilsueflandi samfélag á Akureyri

Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.

 

15. og 16. febrúar 2018

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum á Akureyri frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri.
Fimmtudaginn 15. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli án endurgjalds. Opið verður frá kl. 10-19. Lyftumiðar eru afhendir í afgreiðslu. Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í afgreiðslu Hlíðarfjalls.
Föstudaginn 16. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið frítt í Sundlaugina á Akureyri (opið frá kl. 6.45-21.00), Glerárlaug (opið frá kl. 6.30-21.00) og sundlaugina í Hrísey (opið frá kl. 15-18). Frítt verður fyrir sama hóp í sundlaugina í Grímsey laugardaginn 17. febrúar (opið frá kl. 14-16).
Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og framhaldsskólanemar VMA og MA framvísa nemendaskírteinum.  

 

27.nóvember2017

Námskeið í Oddeyrarskóla á vegum Embætti Landlæknis á www.heilsueflandi.is fyrir leik- og grunnskóla á Akureyri og nágrenni.

Einnig kynning á Heilsueflandi grunnskóli.

7. október 2017
SÍBS Líf og heilsa, í samstarfi við Akureyrarbæ, stóð fyrir heilsufarsmælingum öllum Akureyringum að kostnaðarlausu. 
Mældur var blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum var boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

 

16.-22. september 2017
Evróps samgönguvika á Akureyri. Þar var m.a. hjólreiðaferð fjölskyldunar, göngu og fræðsluferð í Krossanesborgum, bíllaus dagur og alltaf frítt í almenningssamgöngur.

 

Miðvikudagar í september 2017
Ferðafélag Íslands stóð fyrir lýðheilsugöngum alla miðvikudaga í september á Akureyri sem og annars staðar á landinu. Á Akureyri var gengið um gömblu brýrnar, Nonnastíg, Kjarnaskóg og innbæinn.

 

12. júní 2017
Embætti Landlæknis kynnti Íslensku Lýðheilsuvísana 2017 í Hofi á Akureyri. 

 

31. október 2016
Embætti Landlæknis stóð fyrir vinnustofu fyrir sveitarfélög á norðurlandi varðandi heildueflandi samfélög.

 

28. ágúst 2015

Akureyrarbær og Embætti landlæknis undirrituðu samstarfssamning á Akureyri um þátttöku Akureyrarbæjar í verkefninu Heilsueflandi samfélag.
Með undirritun samningsins bætist Akureyri í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt. Þau eru nú sjö talsins og ná til ríflega helmings íbúa landsins.

Á meðfylgjandi mynd fagna þeir Birgir Jakobsson landlæknir og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, undirritun samstarfssamningsins.

Heilsueflandi samfélag undirritun

 

 

 

 

 

Síðast uppfært 09. september 2020