Barnavernd - fyrir börn

Hvað er barnavernd?

Það á alltaf að hafa samband við barnavernd ef maður heldur að barn búi ekki við nógu góðar aðstæður eða ef barn er að stefna sjálfu sér í hættu.
Ef þú eða einhver sem þú þekkir líður illa heima hjá sér, er farinn að neyta vímuefna, fremja afbrot eða sýna hættulega hegðun er mjög mikilvægt að láta einhvern fullorðinn vita. Það er líka hægt að hafa samband beint við barnavernd sem á að grípa inn í og aðstoða eins og hægt er.
Ef maður er ekki viss hvort það rétt sé að tilkynna til barnaverndar er best að hafa samband við barnaverndina beint og fá ráð. Yfirleitt er betra að hafa samband frekar en ekki. Einstaklingar sem tilkynna til barnaverndar geta óskað eftir nafnleynd.

 

Senda skilaboð til barnaverndar

Síðast uppfært 24. ágúst 2023