Barnvænt sveitarfélag

Akureyrarbær er barnvænt sveitarfélag og fékk fyrst sveitarfélaga á Íslandi viðurkenningu frá UNICEF árið 2020. Viðurkenningin gildir í þrjú ár og stefnir bærinn að endur viðurkenningu 2023.

Að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að bærinn hefur skuldbundið sig til að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir hugmyndafræði verkefnisins.

Barnasáttmálanum er þannig ætlað að vera rauður þráður í allri starfsemi bæjarins. Bærinn viðurkennir að í röddum, viðhorfum og reynslu barna og ungmenna felist verðmæti, hann á markvisst samráð við börn og ungmenni og nýtir raddir þeirra til að bæta þjónustu bæjarins. Að síðustu setur bærinn upp „barnaréttinda gleraugu“ til að rýna og skoða verk- og ákvarðanaferla með hliðsjóna af Barnasáttmálanum.

Verkefnisstjóri barnvæns sveitarfélags á Akureyri er Karen Nóadóttir og tók hún við af Sigríði Ástu Hauksdóttur í september 2022. Karen vinnur á Fræðslu- og lýðheilsusviði. Alltaf er velkomið að hafa samband við hana til að fræðast meira, fá heimsókn á vinnustaðinn, leita ráða tengt verkefninu eða koma með athugasemdir um verkefnið.

Lesa má frekar um verkefnið hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan