Velferðarráð

1344. fundur 20. október 2021 kl. 14:00 - 15:35 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð 2021

Málsnúmer 2021031923Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu átta mánuði ársins 2021.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

2.Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2020050662Vakta málsnúmer

Umræða um stöðu stjórnkerfisbreytinga í velferðarþjónustu.

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs dagsett 12. október 2021.

3.Gjaldskrár í fjárhagsáætlunarferli 2022

Málsnúmer 2021090603Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrám fyrir velferðarsvið.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillöguna, varðandi verð á heimsendum mat samþykkir ráðið 4% hækkun.

Málinu vísað til bæjarráðs.

4.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021031922Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur velferðarsviðs fyrstu átta mánuði ársins. Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

5.Fjárhagserindi 2021 - áfrýjanir

Málsnúmer 2021010234Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið og kynnti áfrýjun vegna reglna um styrk til verkfæra- og tækjakaupa.
Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarmálabók velferðarráðs.

6.Heimsendur matur - könnun júlí 2021

Málsnúmer 2021081393Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð um þjónustukönnun sem gerð var í júlí 2021 til að fá fram álit þjónustuþega á þeim heimsenda mat sem velferðarsvið býður upp á.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 15:35.