Kynning fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 2021041035

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 23. fundur - 10.02.2022

Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar kynnti fyrir ungmennaráði hvernig bæjarkerfið virkar og hvaða hlutverk ungmennaráð hefur í kerfinu.

Ungmennaráð - 23. fundur - 10.02.2022

Fundartími ungmennaráðs.
Nýr fundartími ungmennaráðs verður fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 16:00.

Ungmennaráð - 25. fundur - 02.03.2022

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs Akureyrarbæjar heimsótti ráðið og kynnti fyrir því starfsemi og rekstur Akureyrarbæjar.

Ungmennaráð - 25. fundur - 02.03.2022

Karolína Baldvinsdóttir verkefnisstjóri U2 have a voice kom á fundinn og kynnti samstarfsverkefni við erlend ungmenni.

Ungmennaráð - 25. fundur - 02.03.2022

Sigríður Ásta Hauksdóttir verkefnisstjóri barnvæns sveitarfélags kynnti fyrirhugað þátttökunámskeið UNICEF á Akureyri 28. apríl nk. fyrir ungmennaráði.

Allir meðlimir ungmennaráðs eru skráðir á námskeiðið.

Ungmennaráð - 25. fundur - 02.03.2022

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarbæ kom á fundinn og kynnti stefnu um íbúasamráð.
Ungmennaráð mun koma með hugmyndir til að auka upplýsingagjöf til íbúa og gera hana sýnilegri.

Ungmennaráð - 25. fundur - 02.03.2022

Styrkur var veittur fyrir verkefnið Sumartónar 2022 úr barnamenningarsjóði. Umræða um mögulegt listafólk fyrir viðburðinn.
Ungmennaráð mun koma með tillögur til stjórnenda barnamenningarhátíðarinnar um listamann sem á að koma fram á hátíðinni.

Ungmennaráð - 27. fundur - 04.05.2022

Frambjóðendur til sveitarstjórnakosninga á Akureyri 14. maí 2022 komu á fundinn, svöruðu spurningum og kynntu sig. Öll framboð mættu nema frá K-lista. Frambjóðendur fengu einnig fræðslu frá ungmennaráði um merkingarbæra þátttöku barna, barnvænt sveitarfélag og ungmennaráð.

Ungmennaráð - 36. fundur - 08.03.2023

Hulda Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi og Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar komu á fundinn og úr varð gríðarlega gott samtal um ýmis málefni. Þau kynntu sig fyrir ungmennaráðinu og fóru yfir sín störf, verkferlana þegar óskað er umsagnar um mál og fleira. Stórþing ungmenna var einnig til umræðu og ýmis málefni frá þeim viðburði rædd nánar. Þá var bæjarstjórnarfundur unga fólksins einnig til umræðu.
Ungmennaráðið þakkar þeim Elmu og Heimi fyrir komuna, undirstrikar mikilvægi þess að hitta fulltrúa úr pólitíkinni og vonast til ánægjulegs samstarfs í framtíðinni.

Ungmennaráð - 43. fundur - 04.09.2023

Rut Jónsdóttir og Ísak Már Jóhannesson frá umhverfis- og mannvirkjasviði kynntu stefnu Akureyrarbæjar í loftslagsmálum. Hugmyndin kviknaði í tengslum við málþing um umhverfis- og loftslagsmál sem haldið verður í Hofi 4. nóvember næstkomandi, þar sem nokkrir fulltrúar ungmennráðs munu taka þátt í pallborðsumræðum. Mjög góðar umræður sem mynduðust á kynningunni.