Ungmennaráð

41. fundur 23. ágúst 2023 kl. 16:00 - 18:00 Rósenborg - fundarsalur á 4. hæð
Nefndarmenn
 • Anton Bjarni Bjarkason
 • Ásta Sóley Hauksdóttir
 • Felix Hrafn Stefánsson
 • Fríða Björg Tómasdóttir
 • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
 • Heimir Sigurpáll Árnason
 • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
 • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
 • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
 • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
 • Karen Nóadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Dagskrá
Freyja Ágústudóttir og Elva Sól Káradóttir voru fjarverandi.

1.Kosningar ungmennaráðs 2023

Málsnúmer 2022030297Vakta málsnúmer

Rætt var um kosningar til ungmennaráðs sem fara fram í október. Einnig var rætt um kynningar og kynningarefni sem þarf að fara með í alla skóla í aðdraganda kosningar.

2.Unicef Akademían

Málsnúmer 2022091337Vakta málsnúmer

Unicef Akademían var kynnt fyrir ungmennaráði og þeim sýnt hvaða námskeiðum þau þurfa að ljúka.

3.Jafningjafræðsla um barnvænt sveitarfélag

Málsnúmer 2020110710Vakta málsnúmer

Rætt var um áhuga fulltrúa á að sinna jafningjafræðslu fyrir börn og ungmenni um barnvæn sveitarfélög og Barnasáttmálann.

Fundi slitið - kl. 18:00.