Stjórn Akureyrarstofu

138. fundur 07. mars 2013 kl. 16:00 - 18:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hulda Sif Hermannsdóttir
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Menningarsjóður Akureyrar - umsóknir 2013

Málsnúmer 2013030041Vakta málsnúmer

Farið yfir styrkumsóknir í Menningarsjóð.
Að þessu sinni var farið yfir umsóknirnar með þeim hætti að fyrsta yfirferð og forgangsröðun fór fram án þess að fram kæmi hver umsækjandi væri.

Endanleg afgreiðsla fer fram á næsta fundi stjórnar.

2.Umsóknir í Húsverndarsjóð 2013

Málsnúmer 2013030091Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir í Húsverndarsjóð og umsagnir um þær.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarstofu 2013

Málsnúmer 2013030042Vakta málsnúmer

Skipað í undirbúningshóp vegna athafna- og nýsköpunarverðlaunanna sem afhent verða á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Jón Hjaltason, Hildi Friðriksdóttur og Unnstein Jónsson í undirbúningshóp vegna verðlaunanna.

Fundi slitið - kl. 18:00.