Athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarstofu 2013

Málsnúmer 2013030042

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 138. fundur - 07.03.2013

Skipað í undirbúningshóp vegna athafna- og nýsköpunarverðlaunanna sem afhent verða á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Jón Hjaltason, Hildi Friðriksdóttur og Unnstein Jónsson í undirbúningshóp vegna verðlaunanna.

Stjórn Akureyrarstofu - 140. fundur - 10.04.2013

Farið yfir tillögur vinnuhópsins sem undirbjó málið fyrir stjórnina. Um tvenn verðlaun er að ræða, athafnaverðlaun annars vegar og nýsköpunarverðlaun hins vegar.

Tekin var ákvörðun um fyrirtæki sem hljóta viðurkenningu í báðum flokkum. Niðurstaðan er færð í gerðabók stjórnar Akureyrarstofu en upplýst verður um hana á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl nk.

Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi A-lista vék af fundi kl. 17:58.