Stjórn Akureyrarstofu

315. fundur 04. mars 2021 kl. 12:00 - 13:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2021

Málsnúmer 2019120027Vakta málsnúmer

Drög að menningarsamningi milli Akureyrarbæjar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins lagður fram til umræðu.

Eva Hrund Einarsdóttir formaður stjórnar MAk, Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sátu fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög með þeirri breytingu að markmið um fjölda verkefna verði hluti af samningum milli Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar. Stjórnin leggur áherslu á að jafnhliða undirritun verði skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu bæjarins og ráðuneytisins um að skilgreind verði ný viðmið um framlög ríkisins til atvinnustarfsemi í listum með hliðsjón af hlutverki Akureyrar sem menningarkjarna og áhrifasvæði hans sem nær langt út fyrir bæjarmörkin og til landsins alls ef út í það er farið, líkt og hlutverk höfuðborgarinnar nær langt út fyrir borgarmörkin.

Fundi slitið - kl. 13:10.