Stjórn Akureyrarstofu

235. fundur 07. september 2017 kl. 16:15 - 17:20 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Sigfús Arnar Karlsson varaformaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Sædís Gunnarsdóttir fulltrúi S-lista mætti í forföllum Unnars Jónssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarstofu 2018

Málsnúmer 2017060006Vakta málsnúmer

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2018 og forgangsverkefni í starfsáætlunum málaflokka stjórnarinnar.

2.Heiðursviðurkenningar 2017 - Menningarsjóður Akureyrar

Málsnúmer 2017030208Vakta málsnúmer

Laugardaginn 2. september sl. var Erni Inga Gíslasyni fjöllistamanni veitt heiðursviðurkenning Menningarsjóðs Akureyrar fyrir fjölbreytt og mikilsvert framlag til menningarlífs á Akureyri. Viðurkenningarathöfnin fór fram í tengslum við A! - gjörningalistahátíð og var einn viðburða hennar.
Stjórn Akureyrarstofu vill með bókun þessari staðfesta formlega ákvörðun sína um viðurkenninguna og ítreka þakkir og hamingjuóskir til listamannsins.

3.Laxdalshús - útleiga

Málsnúmer 2015010247Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 22. júní sl. var samþykkt að fela deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna málið áfram og ljúka því, en þrír aðilar höfðu lýst yfir áhuga á því að fá húsið leigt.

Niðurstaða var að bjóða kammerkórnum Hymodiu afnot af húsinu.

Húsaleigusamningur var lagður fram til staðfestingar.
Stjórn Akureyrarstofu staðfestir samninginn og fagnar því að komin sé regluleg starfsemi í húsið.

4.Menningarlandið 2017

Málsnúmer 2017090025Vakta málsnúmer

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur staðið fyrir ráðstefnu um menningarmál undanfarin ár undir heitinu Menningarlandið. Viðfangsefni Menningarlandsins í ár verður barnamenning og mikilvægi menningaruppeldis. Menningarlandið 2017 verður haldið á Dalvík 13.- 14. september nk.
Deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir málinu en hann á sæti í verkefnisstjórn ráðstefnunnar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 17:20.