Stjórn Akureyrarstofu

229. fundur 06. apríl 2017 kl. 16:15 - 17:59 Héraðsskjalasafnið
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Þórhallur Jónsson D-lista sat fundinn í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Akureyrarstofa - samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2017

Málsnúmer 2017040024Vakta málsnúmer

Aðalbjörg Sigmarsdóttir héraðsskjalavörður og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður mættu á fundinn og kynntu starfsemi safnanna. Að kynningu lokinni var farin skoðunarferð um húsið og skoðuð aðstaða Héraðsskjalasafnsins annars vegar og Amtsbókasafnsins hins vegar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir góðar móttökur og áhugaverðar kynningar.

2.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2017

Málsnúmer 2017030083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir fyrstu 3 mánuði yfirstandandi árs.

Fundi slitið - kl. 17:59.