Stjórn Akureyrarstofu

194. fundur 10. september 2015 kl. 16:15 - 18:11 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarstofu 2016

Málsnúmer 2015080026Vakta málsnúmer

Unnið að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka stjórnarinnar og verður vinnunni haldið áfram á næsta fundi.

2.Framkvæmdayfirlit - menningarmál og atvinnumál 2016-2021

Málsnúmer 2015090038Vakta málsnúmer

Fasteignir Akureyrarbæjar hafa óskað eftir því að nefndir og ráð taki til umfjöllunar hvort og hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar í málaflokkum þeirra á ofangreindu tímabili. Núverandi framkvæmdayfirlit er meðfylgjandi. Lagt fram til kynningar. Umræðum haldið áfram á næsta fundi.

3.WAPP (Walking app)

Málsnúmer 2015090046Vakta málsnúmer

Erindi dags 25. ágúst 2015 frá Einari Skúlasyni þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um leiðsögn á gönguleiðum í nýju þar til gerðu smáforriti.
Stjórn Akureyrarstofu heimilar að gerður verði tilraunasamningur um verkefnið í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:11.