Framkvæmdayfirlit - menningarmál og atvinnumál 2016-2021

Málsnúmer 2015090038

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 194. fundur - 10.09.2015

Fasteignir Akureyrarbæjar hafa óskað eftir því að nefndir og ráð taki til umfjöllunar hvort og hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar í málaflokkum þeirra á ofangreindu tímabili. Núverandi framkvæmdayfirlit er meðfylgjandi. Lagt fram til kynningar. Umræðum haldið áfram á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 196. fundur - 23.09.2015

Framkvæmdayfirlitið tekið fyrir að nýju.
Samkvæmt núgildandi framkvæmdayfirliti er eina verkefnið í menningarmálum endurbætur og viðhald á húsi Listasafnsins á Akureyri. Stjórnin styður að verkefnið verði áfram á framkvæmdaáætlun bæjarins og nægilegu fjármagni verði til þess veitt.