Karlasmiðja - tilboð til karla án atvinnu

Málsnúmer 2010010109

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 70. fundur - 18.08.2010

Ræddar hugmyndir um þátttöku Akureyrarbæjar í starfrækslu karlasmiðju.

Samfélags- og mannréttindaráð hefur áhuga á samstarfi við aðra aðila í bænum um undirbúning og starfrækslu karlasmiðju og felur framkvæmdastjóra að vinna að málinu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 71. fundur - 08.09.2010

Lögð fram styrkbeiðni dags. 6. september 2010 frá Starfsendurhæfingu Norðurlands ehf um styrk að upphæð kr. 1.000.000 vegna tilraunaverkefnis um karlasmiðju fyrir langtíma atvinnulausa.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 800.000 til verkefnisins.